Íþróttir, sund og dans

Boltagreinar

Farið verður í helstu boltagreinar t.d. fótbolta, handbolta, körfubolta og bandý.

Lesa meira
Staður: Íþróttahús fatlaðra
Tími: 16 vikur

Dans dans dans

Námskeiðið er blanda af samkvæmisdönsum, línudansi og freestyle.

Lesa meira
Staður: Dansfélagið Hvönn, Vallarkór 12
Tími: 10 vikur

Hjólastólaleikfimi

Námskeiðið er ætlað fólki sem er í hjólastól og hefur takmarkaða hreyfigetu.

 

Lesa meira
Staður: Íþróttahús fatlaðra
Tími: 16 vikur

Jóga

Langar þig til að læra jóga? Á þessu námskeiði verða kennd grunnatriði í jóga ásamt hugleiðslu og slökun.

Lesa meira
Staður: Yogasmiðjan
Tími: 16 vikur

Júdó - NÝTT

Tímarnir munu byggja á almennri leikfimi og styrktarþjálfun í formi stöðvaþjálfunar auk þess sem að júdóíþróttin verður kynnt.  Júdó er frábær alhliða íþrótt sem styrkir iðkendur á sál og líkama. Júdó hentar breiðum hópi fólks á öllum aldri.

Lesa meira
Staður: Glímufélagið Ármann
Tími: 10 vikur

Keila

Kennt er að spila keilu. Kenndar eru þær reglur sem gilda í keilusal. Þátttakendur læra að borga fyrir keiluna og bera ábyrgð á eigum sínum.

Lesa meira
Staður: Keiluhöllin, Egilshöll
Tími: 8-16 vikur

Leikfimi / stöðva- og þolþjálfun

Á þessu alhliða íþróttanámskeiði verður unnið að því að bæta þol og styrkja líkamann ásamt því að gera liðkandi æfingar. Tímarnir verða fjölbreyttir, bæði verður unnið í tækjasal þar sem hitað verður upp á þrekhjólum og hlaupabrettum og æfingatæki notuð og einnig verður leikfimisalurinn notaður í stöðvaþjálfun. Í lok hvers tíma eru gerðar teygjuæfingar og slökun.

Lesa meira
Staður: Íþróttahús fatlaðra
Tími: 16 vikur

Sundkennsla

Lögð er áhersla á að þátttakendur syndi ákveðnar vegalengdir með sinni aðferð. Markmiðið er að þátttakendur geti nýtt sér almenningssundlaugar. Hægt er að fara í heitu pottana í lok kennslustundar.

Lesa meira
Staður: Sundhöll Reykjavíkur
Tími: 16 vikur

Tónlist og dans

Námskeiðið er ætlað þátttakendum sem hafa áhuga á tónlist og dansi og unnið með tónlist, hlustun og hreyfingu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Tækjaleikfimi Egilshöll

Kennt verður að æfa sjálfstætt á líkamsræktarstöð. Þátttakendur læra að bera ábyrgð á sinni líkamsþjálfun og er markmiðið að þeir geti æft án leiðsagnar kennara.

Lesa meira
Staður: World Class, Egilshöll
Tími: 16 vikur

Vatnsleikfimi

Kenndar verða æfingar í vatni sem auka úthald, liðleika og styrk.

Lesa meira
Staður: Sundlaug Endurhæfingar
Tími: 8 vikur

Vellíðan í vatni - samflot

Kennt er að slaka á í sundlaug og láta sér líða vel. Námskeiðið hentar vel þeim sem njóta þess að vera í vatni og eiga erfitt með að hreyfa sig. Einnig hentar námskeiðið vel fyrir þá sem eru vatnshræddir eða eru óöruggir í vatni. Djúpslökun í lok tímans með flotbúnaði.

Lesa meira
Staður: Sundlaug Endurhæfingar
Tími: 8 vikur

Zumba

Allir dansa zumba þessa dagana og hentar dansinn öllum aldurshópum. Vertu með á fjörugu námskeiði.

Lesa meira
Staður: Styrkur, sjúkraþjálfun
Tími: 10 vikur

Zumba í vatni

Í vatns zumba eru gerðar ýmsar vatnsleikfimi æfingar til að styrkja líkamann og auka úthald.

Lesa meira
Staður: Sundlaug Sjálandsskóla
Tími: 10 vikur