Jólanámskeið 2018

Jólagjöfin

Langar þig að búa til jólagjöf? Viðfangsefnin eru sniðin eftir áhuga hvers og eins. Markmiðið er að útbúa skál eða ílát í myndlistarstofunni. Síðan búa þátttakendur til konkekt, smákökur eða annað sem fer í skálina í kennslueldhúsinu. Öllu pakkað fallega inn og allir fara heim með jólagjöf.

 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 2 skipti

Jólahald í tveimur löndum

Langar þig að fræðast um jóla-hald í öðrum löndum? Á þessu námskeiði verður farið yfir í stuttu máli og myndum jóla-hald og jóla-siði í tveimur löndum. Fræðst verður um siði og jóla-hald í Bandaríkjunum og á Ítalíu og sungin jólalög frá löndunum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 2 skipti

Jólakerti

Þátttakendur velja sér mynd til að líma á kerti. Pensla kertið með lími og setja myndina á. Hægt er að setja borða eða annað á til skrauts ef vill.

 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólakonfekt – tilvalin jólagjöf

Þátttakendur útbúa einfalt jólakonfekt sem þeir taka með sér heim. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími:

Jólasmákökur

Þátttakendur baka smákökur sem þeir taka með sér heim.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 - 2 skipti

Jólasöngvar

Notaleg jólastemmning þar sem sungnir verða jólasöngvar sem allir þekkja. Í hléi verður boðið upp á piparkökur og drykk.

 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólaundirbúningur - leikur að skynhrifum

Unnið er með greni, negul, köngla, mandarínur/appelsínur, glitrandi efni eins og borða og málmpappír, jólaliti í krep-pappír eða öðrum efnum sem henta hópnum. 

Þetta námskeið er sérstaklega sniðið að fólki með flóknar samsettar fatlanir.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólin og náttúran

Jólanámskeið í garðskála Grasagarðsi Reykjavíkur í Laugardal.

Við skoðum vetrarbúning náttúrunnar, fylgjumst með rökkrinu síga að og njótum jólastemmningar með heitum kakóbolla. 

Verið vel klædd til að staldra smástund úti, gott að hafa auka teppi ef þú notar hjólastól.

Námskeiðið verður haldið 

Lesa meira
Staður: Grasagarðurinn í Laugardal
Tími: 1 skipti

Piparkökur - leikur að skynhrifum

Bakaðar piparkökur, þannig að öll hráefni eru kynnt með snertingu, lykt og bragði. Hvernig þau blandast saman og verða að deigi og loks að kökum. Í seinni tímanum verða kökurnar málaðar og skreyttar.

Þetta námskeið er sérstaklega sniðið að fólki með flóknar samsettar fatlanir.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 2 skipti

Rafræn jólakort

Langar þig að senda jólakveðjur á facebook? Á þessu námskeiði lærir þú að senda jólakveðju rafrænt. Hægt verður að búa til myndband eða ljósmynd með "green screen". Ef þátttakendur eiga Ipad er gott að koma með hann.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti