Mál og samfélag

Að nota augnstýringu í tjáningu og leikjum

Tilgangur námskeiðsins er að gefa fólki með litla hreyfifærni og takmarkaða tjáningu tækifæri til að prófa að nota augnstýribúnað til tjáningar og leikja með einföldum tjátöflum og leikjum í tölvu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 3 vikur

Enska

Námskeiðið er ætlað byrjendum og þeim sem eru komnir lengra í ensku.

 Á námskeiðinu eru gerð fjölbreytt enskuverkefni sem þjálfa talmál, framburð og orðaforða.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 10 vikur

Japanska

Námskeiðið er ætlað fólki á einhverfurófi, 20 ára og eldra. Kennt verður í litlum hópi (hámark 8 manns). Áhersla er lögð á að þátttakendur fái góðan undirbúning og upplýsingar fyrir námskeiðið. Um er að ræða byrjendanámskeið í japönsku; fyrir þá sem hafa aldrei lært japönsku áður og hafa því ekki þekkingu á tungumálinu.

Lesa meira
Staður: Hringsjá
Tími: 8 vikur

Rofar, tölvur og snjalltæki til virkni og samspils

Tilgangur námskeiðsins er að þátttakandinn upplifi sig sem bæði geranda og félaga á eigin forsendum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 16 vikur

Segjum sögur

Allir geta sagt sögu. Að segja sögu gefur fólki rödd og aukið vald sem leiðir til sjálfseflingar. Sögur gera líf fólks ríkulegra; sögur úr hversdagslífinu, brandarar, skapandi sögur, sögur úr menningunni. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 16 vikur

Stærðfræði í daglegu lífi

Á námskeiðinu "Stærðfræði í daglegu lífi" verður unnið með fjölbreytt myndræn stærðfræðiverkefni ásamt verkefnum í spjaldtölvu sem öll reyna á notkun stærðfræði í daglegu lífi. Námsefninu er ætlað að styðja við þátttakendur í að hafa yfirsýn og skilja betur það sem felst í stærðfræði daglegs lífs.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 vikur

Tónlist frá framandi heimum

Námskeið fyrir alla sem hafa gaman að allskonar tónlist og vilja víkka út sjóndeildarhringinn. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 6 vikur

Tónlistar- og listasaga í tónum og myndum

Námskeiðið er fyrir þá sem njóta klassískrar tónlistar og hafa áhuga á að skoða myndlist.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 16 vikur

Vítt og breitt - mál málanna

Þetta er námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á samfélagsmálum og réttindum fatlaðs fólks.

Á námskeiðinu er fjallað um það sem er efst á baugi í samfélaginu hverju sinni eins og fram kemur á frétta- samfélags- og ljósvakamiðlum með áherslu af fréttum um fatlað fólk. Sérstaklega verður skoðað nýlegt efni þar sem fólk með þroskahömlun tjáir sig um réttindi, líf og störf.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 10 vikur