Myndlist og handverk

Að móta úr leir og pappamassa

Þátttakendur móta og búa til ýmsa list- og nytjahluti úr leir og pappa svo sem skálar, kertastjaka, bolla, diska, platta og styttur.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 14 vikur

Að styrkja sjálfsmyndina í gegnum sköpun

Námskeið þar sem myndræn vinna verður tjáningarleið þar sem þátttakendum gefst tækifæri til þess að tjá sig á sinn einstaka hátt í gegnum liti, leir og annan myndlistarefnivið. Þar sem oft er erfitt að koma orðum að hlutunum getur tjáningin verið auðveldari í gegnum sköpun.

Engin þörf á listrænni þekkingu eða reynslu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 vikur

Draumafangari og vegghengi

Draumafangarar eru fallegir til skrauts og geta verið í öllum regnbogans litum. Sagan segir að þeir fangi góða drauma. Einnig er búið til einfalt vegghengi úr borðum, böndum og perlum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 vikur

Grafík - að þrykkja myndir

Á þessu námskeiði er unnið með undirstöðuaðferðir gafíkur. Nýttir verða hlutir úr umhverfinu til að búa til mynd sem er síðan prentuð á pappír, unnið verður með mismunandi áferð og mynstur og hvernig hægt er að yfirfæra það í þrykk. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 14 vikur

Litir og tónar

Námskeið þar sem þátttakendur upplifa tónlist og myndlist með hljóðum og snertingu. Námskeiðið hentar vel fyrir þá sem hafa litla hreyfigetu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 14 vikur

Málað og skreytt

Skemmtilegt námskeið þar sem ýmsir hlutir eru skreyttir. Til dæmis hlutir úr tré, gleri, pappír og pappa.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 14 vikur

Myndlist

Á námskeiðinu er unnið með teikningu og málun með akrýllitum og vatnslitum. Einnig eru notaðar fleiri aðferðir við að búa til myndir og aðra listmuni.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 14 vikur

Myndlist - vinnustofa

Vinnustofan er annars vegar hugsuð sem sjálfstæð vinna undir handleiðslu kennara fyrir hóp sem á það sammerkt að hafa fengist töluvert við listiðkun og jafnvel mótað perslónulegan stíl. Hins vegar er boðið uppá kennslu í tækni, efni og aðferðum fyrir nýja nemendur.

Lesa meira
Staður: Myndlistaskólinn í Reykjavík
Tími: 13 vikur

Saumaklúbburinn

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja sameina einhvers konar handverk og góðan mat ásamt því að vera í góðum félagsskap, spjalla og upplifa notalegt andrúmsloft. Þátttakendur vinna bæði í myndlistarstofunni og í kennslueldhúsinu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 14 vikur

Skartgripasmíði úr silfri

Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem vilja læra að nota logann til að breyta formi silfurs með ýmsum hætti.

Þátttakendur hanna og smíða eftir sínu höfði eða eftir sýnishornum á staðnum. Farið er í allan grunn í silfurkveikningu, formun á silfrinu í mismunandi skartgripi og allan frágang svo sem slípun og póleringu. 

 

Lesa meira
Staður: Handverkshúsið
Tími: 4 vikur

Tálgunarnámskeið

Námskeiðið byggir á grunn-tækni við tálgun og er því engrar lágmarks-kunnáttu krafist.  Boðið er uppá fjölbreytt og ólík verkefni annað hvort í gerð nytjahluta eða skrautmuna sem nýst geta sem gjafir eða til eigin nota.

Lesa meira
Staður: Handverkshúsið
Tími: 4 vikur

Vatnslitamálun - haustlitirnir

Á þessu námskeiði fylgjumst við með því hvernig litirnir breytast í náttúrunni og málum vatnslitamyndir í haustlitunum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 vikur