Myndlist og handverk

Að móta úr leir og pappamassa

Þátttakendur móta og búa til ýmsa list- og nytjahluti úr leir og pappa svo sem skálar, kertastjaka, bolla, diska, platta og styttur.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 16 vikur

Draumafangari

Draumafangarar eru fallegir til skrauts og geta verið í öllum regnbogans litum. Sagan segir að þeir fangi góða drauma. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 4 skipti

Litir og tónar

Námskeið þar sem þátttakendur upplifa tónlist og myndlist með hljóðum og snertingu. Námskeiðið hentar vel fyrir þá sem hafa litla hreyfigetu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 16 vikur

Málað og skreytt

Skemmtilegt námskeið þar sem ýmsir hlutir eru skreyttir. Til dæmis hlutir úr tré, gleri, pappír og pappa.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 16 vikur

Myndlist

Á námskeiðinu er unnið með teikningu og málun með akrýllitum og vatnslitum. Einnig eru notaðar fleiri aðferðir við að búa til myndir og aðra listmuni.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 16 vikur

Myndlist - vinnustofa

Vinnustofan er annars vegar hugsuð sem sjálfstæð vinna undir handleiðslu kennara fyrir hóp sem á það sammerkt að hafa fengist töluvert við listiðkun og jafnvel mótað perslónulegan stíl. Hins vegar er boðið uppá kennslu í tækni, efni og aðferðum fyrir nýja nemendur.

Lesa meira
Staður: Myndlistaskólinn í Reykjavík
Tími: 13 vikur

Saumaklúbburinn

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja sameina einhvers konar handverk og góðan mat ásamt því að vera í góðum félagsskap, spjalla og upplifa notalegt andrúmsloft. Nemendur vinna bæði í myndlistarstofunni og í kennslueldhúsinu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 16 vikur

Vatnslitir - urð og grjót

Á þessu námskeiði tínum við steina, grjót, skeljar og annað sem vekur áhuga okkar í náttúrunni. Við rannsökum form, liti, áferð, vinnum með skissuteikningar og málum með vatnslitum. Unnið verður með grátónaskalann og liti og litatóna efniviðsins. Stefnt verður að því að fara í vettvangsferð á námskeiðinu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 6 - 7 vikur