Námsbrautir

Íþróttabraut - NÝTT

Á íþróttabraut er lagt upp með að stunda íþróttir og kynnast því umhverfi á fjölbreyttan máta. Markmiðið er að upplifa íþróttir og þann ávinning sem hreyfing og íþróttaiðkun hefur á líkama og sál.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 12 vikur

Listnámsbraut

Á listnámsbraut er áherslan á sköpun, upplifun og þátttöku og er markmiðið meðal annars að auka tækifæri fatlaðs fólks til að öðlast nýja reynslu í gegnum listnám.

Tilgangur listnámsbrautarinnar er að gefa fólki með flóknar samsettar fatlanir og takmörkuð tjáskipti tækifæri til aukins náms og þátttöku í listsköpun. Þannig vill Fjölmennt leggja áherslu á margbreytileika fólks og tækifæri í samfélagi fyrir alla.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 12 vikur

Toppurinn - sjálfstyrking

Námsbrautin er haldin í samstarfi við Framvegis, miðstöð símenntunar.

Á námskeiðinu eru þátttakendur virkjaðir til þátttöku í samfélaginu, kennd er grunnfærni í því samhengi og þeim veittur stuðningur til virkni. Lögð er áhersla á að þátttakendur átti sig á styrkleikum sínum og hæfni. 

Markmiðið er að styrkja þátttakendur (andlega og líkamlega) til að takast á við breyttar aðstæður sem þeir standa frammi fyrir og þær hindranir sem þeim fylgja.

Lesa meira
Staður: Framvegis, miðstöð símenntunar
Tími: 6 vikur

Tölvu- og margmiðlunartækni - NÝTT

Á tölvu- og margmiðlunartæknibraut verður lögð áhersla á að kenna notkun mynd- og hljóðvinnsluforrita og hvernig nýta má þau til að koma efni á framfæri. Kennt verður að nota tölvur og snjalltæki til upplýsingamiðlunar ásamt því að skapa og hanna eigin hugmyndir.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 12 vikur