Sjálfsstyrking / Valdefling

"Hygge" Huggulegt í húsi og huga

Að tileinka sér hinn vinsæla danska lífsstíl hvað varðar "hygge". Þetta er hugsun sem hefur rutt sér til rúms víða í heiminum á síðustu árum. Þessi gullna stund getur verið heima við, á vinnustað eða í skóla, eða úti í náttúrunni til dæmis í lautarferð.

Markmið námskeiðsins er að búa til "klæðskerasniðna" uppskrift fyrir hvern þátttakanda um það hvernig má skapa þannig andrúmsloft og umgjörð utan um stundina, núið, að það verði eins djúp upplifun af vellíðan og hægt er. Þetta kunna Danir vel og hafa löngum stundað í sínu lífi.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 vikur

Að ná endum saman

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja fá aukna yfirsýn í fjármál sín og vilja fá innsýn í hvers konar aðstoð hægt er að fá hjá bankastofnunum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 10 vikur

Gaman saman

Námskeiðið er fyrir fólk 40 ára og eldra sem komið er með minnisskerðingar og skerta tjáningu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 16 vikur

Manstu gamla daga?

Námskeiðið er ætlað 40 ára og eldri sem hafa áhuga á lífinu og tilverunni og vilja deila sögu sinni og áhugamálum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 16 vikur

Segjum sögur

Allir geta sagt sögu. Að segja sögu gefur fólki rödd og aukið vald sem leiðir til sjálfseflingar. Sögur gera líf fólks ríkulegra; sögur úr hversdagslífinu, brandarar, skapandi sögur, sögur úr menningunni. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 16 vikur

Sendiherrar Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Ert þú á aldrinum 18 - 25 ára? Veist þú hvaða réttindi fatlað fólk hefur samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna? Langar þig að starfa með hópi fólks við að kynna þessi réttindi? Sendiherrarnir eru öflugur hópur fólks með þroskahömlun sem hefur það hlutverk að kynna samninginn fyrir öðrum. 

 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími:

Slökun og náttúruupplifun

Náttúran og skynjun hennar í slakandi umhverfi er meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Við vinnum með náttúruna út frá þeirri árstíð ​sem við erum stödd í með fræðslu, upplifun, uppgötvun og rannsókn. Tímarnir einkennast af fegurð, flæði og nálgun við hvern og einn. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 16 vikur

Umræðuhópur - Hvað er málið?

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með samfélagsumræðu og hvernig fjallað er um fatlað fólk á vefmiðlum. Auk þess fá þátttakendur tækifæri til að kynna sér önnur mál á Internetinu sem eru þeim hugleikin.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Upplifun og vellíðan

Hér er leitað leiða fyrir hvern og einn að ná slökun og vellíðan í samspili við kennara og samnemendur.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Valdefling - Sjálfsstyrking

Stuðst verður við skilgreiningu Judi Chamberlin á valdeflingu en hún var bandarísk baráttukona og kennari. Einnig verður unnið út frá áhuga og reynslu þátttakenda.

Lesa meira
Staður: Hugarafl, Borgartúni 22, Reykjavík
Tími: 10 vikur