Tölvu og upplýsingatækni

Að halda dagbók í tölvu eða snjalltæki

Á námskeiðinu verður unnið með tölvu eða snjalltæki og fá þátttakendur aðstoð við að setja hugsanir sínar á blað með myndum og eða skrifuðum texta.

 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 6 vikur

Að nota augnstýringu í tjáningu og leikjum

Tilgangur námskeiðsins er að gefa fólki með litla hreyfifærni og takmarkaða tjáningu tækifæri til að prófa að nota augnstýribúnað til tjáningar og leikja með einföldum tjátöflum og leikjum í tölvu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 3 vikur

Facebook

Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að nota Facebook, jafnt fyrir byrjendur og lengra komna.

 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 6 vikur

Myndbandsgerð

Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til myndband í tölvu eða snjalltæki. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 4 - 8 vikur

Myndvinnsla og grafík fyrir kvikmyndir og tölvuleiki

Námskeiðið er kennt í Promennt, Faxafeni 11b. 2. hæð, stofu 32.

Námskeiðið er ætlað fólki á einhverfurófi, 20 ára og eldra. Kennt verður í litlum hópi (hámark 8 manns). Áhersla er lögð á að þátttakendur fái góðan undirbúning og upplýsingar fyrir námskeiðið. Einnig verður stuðningsaðili inni á námskeiðinu fyrstu tímana. Almenn tölvukunnátta er nauðsynleg ásamt enskukunnáttu.

Lesa meira
Staður: Promennt
Tími: 12 vikur

Rofar, tölvur og snjalltæki til virkni og samspils

Tilgangur námskeiðsins er að þátttakandinn upplifi sig sem bæði geranda og félaga á eigin forsendum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 16 vikur

Tónlist og spjaldtölva

Námskeið þar sem unnið er með spjaldtölvu í tengslum við ýmist að skapa, hlusta á og eða fræðast um tónlist.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 -16 vikur

Tæknihönnun

Langar þig til að hanna og búa til hluti eftir eigin höfði? Á þessu námskeiði sem haldið er í samvinnu við Tækniskólann er hægt að prenta út í þrívídd, prenta á boli, skera út með laserskera og taka upp tónlist.

Lesa meira
Staður: Tækniskólinn
Tími: 10 vikur

Tölvur og snjalltæki í daglegu lífi

Á námskeiðinu kynnast þátttakendur hvernig hægt er að nota tölvu og/eða snjalltæki til afþreyingar, upplýsingaöflunar og tjáskipta.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Þitt eigið podcast/hlaðvarp

Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til þætti fyrir podcast/hlaðvarp sem eru stuttar hljóðupptökur á netinu eða útvarpsþættir um hin ýmsu mál, svo sem íþróttir, baráttumál, menningu og spjallþættir.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur