Að móta úr leir og pappamassa

Þátttakendur móta og búa til ýmsa list- og nytjahluti úr leir og pappa svo sem skálar, kertastjaka, bolla, diska, platta og styttur.

Þátttakendur kynnast hvernig endurnýta má dagblöð og pappír í listsköpun.

Á námskeiðinu er kynnt hvernig hægt er að búa til handgerðar pappírsarkir.

Áhersla er lögð á að virkja ímyndunarafl þátttakenda og sköpunargleði.

Kennt er einu sinni í viku 1-3 kennslu-stundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 12.800 - 41.400
Tími: 8-16 vikur
Nanna Eggertsdóttir