Að styrkja sjálfsmyndina í gegnum sköpun

Námskeið þar sem myndræn vinna verður tjáningarleið þar sem þátttakendum gefst tækifæri til þess að tjá sig á sinn einstaka hátt í gegnum liti, leir og annan myndlistarefnivið. Þar sem oft er erfitt að koma orðum að hlutunum getur tjáningin verið auðveldari í gegnum sköpun.

Engin þörf er á listrænni þekkingu eða reynslu.

Markmið námskeiðsins er að efla sjálfstraust og byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Unnin er skemmtileg og skapandi verkefni þar sem hvílum hugann og leyfum styrkleikunum að skína í gegn.

Kennt er einu sinni í viku, 1-2 kennslustundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 20.200 - 27.100
Tími: 8 vikur
Birna Matthíasdóttir