Boðið út að hjóla - hjólað í náttúrunni

Langar þig út að hjóla? Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem eru hreyfihamlaðir en geta setið með eða án stuðnings. 

Kennari hjólar á rafmagnshjóli með kerru framan á sem rúmar 2 í sæti. 

Hjólatúrinn tekur klukkustund.

Markmiðið er að upplifa útiveru og náttúruna  á þægilegum ferðahraða. Einnig verður stoppað til að skoða fuglalíf, blóm, tré og annann gróður. Gott að hafa með sér eitthvað til að drekka.

Nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri.

Teppi og regnhlíf fylgir hjólinu.

Námskeiðstímabil: 21. maí - 1.júní. Nánari tíma- og dagsetning kemur síðar.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki. 

 

 

Staður: Fjölmennt
Verð: 1.500
Tími: 1 skipti
Mona Guttormsen
Þorvaldur Heiðar Guðmundsson
Eydís Hulda Jóhannesdóttir