Grafík - að þrykkja myndir

Á þessu námskeiði er unnið með undirstöðuaðferðir gafíkur. Nýttir verða hlutir úr umhverfinu til að búa til mynd sem er síðan prentuð á pappír, unnið verður með mismunandi áferð og mynstur og hvernig hægt er að yfirfæra það í þrykk. Einnig verður kennd dúkrista.

Áhersla er á að virkja ímyndunarfafl einstaklingsins og sköpunargleði og kenna meðferð áhalda, þrykklita og pappírs.

Kennt verður einu sinni í viku, 2-3 kennslustundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 29.200 - 36.200
Tími: 14 vikur
Birna Matthíasdóttir