Heimspekileg samræðulist

Á námskeiðinu ræðum við saman um margskonar efni með áherslu á samræðu með heimspekilegu ívafi.

Grunnhugmynd samræðuheimspekinnar er meðal annars að efla gagnrýna, skapandi hugsun og samkennd. Það þarf þjálfun til þess að gera grein fyrir hugsunum sínum og skoðunum þannig að aðrir skilji. Það krefst einnig þjálfunar að læra að hlusta og spyrja svo við skiljum hugsanir annarra. Heimspekileg samræða dýpkar bæði hugsun og skilning. Hún þjálfar þátttakendur í að tjá skoðanir sínar í hóp, hlusta, leysa ágreiningsmál og  hugsa saman.

  • Við skoðum allskonar hugtök og hugmyndir.
  • Við grípum spennandi fréttir úr samfélaginu og veltum þeim fyrir okkur.
  • Við hlustum á tónlist, rýnum í lagatexta og leikum okkur með hann.
  • Við ræðum saman um ýmiskonar siðferðilegar klípur í daglegu lífi.
  • Við pælum í lífssögum fólks og sigra þeirra í smáu og stóru

Við leitumst við að skapa andrúmsloft þar sem öllum líður vel og allir fá að njóta sín. 

Kennt verður á haustönn 2018
Einu sinni í viku í 12 vikur, 2 klst í senn 

Nánari tímasetning: Auglýst síðar
Tímabil: Auglýst síðar

 

Staður: Auglýst síðar
Verð: 18.200
Tími: 12 vikur