Íþróttabraut - NÝTT

Á íþróttabraut er lagt upp með að stunda íþróttir og kynnast því umhverfi á fjölbreyttan máta. Markmiðið er að upplifa íþróttir og þann ávinning sem hreyfing og íþróttaiðkun hefur á líkama og sál. Lögð er áhersla á að efla félagsfærni hjá þátttakendum með því að þeir vinni saman í hópíþróttum. Einnig verða í boði einstaklingsíþróttir þar sem hver og einn þátttakandi vinnur að sínu markmiði.

Tilgangurinn er að þátttakendur fái tækifæri til að kynnast því umhverfi og læri sem flesta þætti sem snúa að íþróttum í dag. Má þar nefna mikilvægi næringarfræðinnar og íþróttasálfræðinnar sem kemur meðal annars inná markmiðasetningu.

Umfjöllunarefni eru nokkur, meðal annars má nefna: af hverju íþróttamenn æfa eins og þeir gera, virkni líkamans og helstu þætti sem þarf að hafa í huga í kringum styrktaræfingar og hvernig beita á líkamanum til að ná betri árangri og koma í veg fyrir meiðsli.

Meðal áhersluatriða eru:

  • Næringarfræði
  • Æfingarplan, fyrir lengra tímabil
  • Tímaseðill fyrir eina æfingu
  • Íþróttasálfræði (markmiðasetning)
  • Hugtök innan þjálffræði

Aðaláherslan verður þó á íþróttir og kannski kynnist þú íþrótt sem þú hefur ekki prófað áður og líkar vel, hver veit? 

 

Námskeiðið er þrivar sinnum í viku fyrir hádegi, 3 kennslustundir í senn.

 

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

 

Staður: Fjölmennt
Verð: 35.000
Tími: 12 vikur