Jólajóga

Oft getum við gleymt okkur í amstri á aðventunni og því fylgir oft streita. Þá er tilvalið að líta inn á við og koma í jóga og slökun. Við gerum léttar jógaæfingar sem styrkja jafnvægi og einbeitingu. Gerum léttar öndunaræfingar og endum síðan á slökun.
Þegar við iðkun jóga öðlumst við styrk, gleði og kyrrð sem hjálpar okkur að fást við daglegt líf. Tilvalið að skella sér í slökun og núvitund í desember.
Allir geta tekið þátt, alveg sama þótt þeir hafi aldrei farið í jóga.

Dagsetning og tími:  09. desember kl. 14.30 - 15:30

Umsóknarfrestur er til 25. nóvember.

Staður: Ljósheimar, Borgartúni 3, Rvk
Verð: 1.500
Tími: 1 skipti
Edith Gunnarsdóttir