Júdó - NÝTT

Tímarnir munu byggja á almennri leikfimi og styrktarþjálfun í formi stöðvaþjálfunar auk þess sem að júdóíþróttin verður kynnt. Júdó er frábær alhliða íþrótt sem styrkir iðkendur á sál og líkama. Júdó hentar breiðum hópi fólks á öllum aldri. 

Lögð verður áhersla á að aðlaga námskeiðið að þörfum þátttakenda eftir því sem kostur er en markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum tækifæri á að kynnast júdóíþróttinni á sínum forsendum og njóta líðandi stundar.

Júdó er japönsk glímuíþrótt sem upprunalega byggir á eldri vopnlausri bardagaaðferð sem heitir Jiu jitsu. Orðið júdó er myndað af tveimur japönskum táknum sem þýða "mildur" og "leið". Í bókstaflegri merkingu þýðir orðið júdó því "milda leiðin". Júdó er þó meira en bara ástundun og nám í glímu- og sjálfsvarnartækni. Þó svo að tækniæfingar hjálpi hverjum og einum til að byggja upp alhliða líkamlegan þrótt á fjölbreytilegan hátt; styrk, mýkt, liðleika, jafnvægi og úthald, er jódó þó í heild sinni kerfi sem byggir upp hvern og einn á líkamlegan, andlegan og siðferðilegan hátt.

Námskeiðið er einu sinni í viku í 10 vikur. 

Kennt er á laugardögum í júdódeild Ármanns Engjavegi 7 klukkan 12:00-13:00

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Glímufélagið Ármann
Verð: 12.000
Tími: 10 vikur
Arthur Staub