Örugg fíflalæti í snjalltækinu þínu

Langar þig að læra á skemmtileg smáforrit og samfélagsmiðla í snjalltækinu þínu? Samhliða því að læra hvernig skemmtilegt er að nota smáforrit er áhersla á að upplýsa þátttakendur um ábyrgð sína á samfélagsmiðlum. Einnig verður rætt um hvar er hægt að finna smáforrit og leiki og hvað þarf að hafa í huga þegar nýjum forritum er hlaðið inn á snjalltækið.

Þeir samfélagsmiðlar sem skoðaðir verða eru:

  • Facebook
  • Messanger
  • Instagram
  • Snapchat
  • Podcast
  • Twitter
  • Youtube
  • Pinterest
  • Spotify
  • Google maps

Kennt er einu sinni í viku, 1,5 - 2 kennslustundir í senn.

Námskeiðið er í 3 skipti.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 3.900 - 4.400
Tími: 3 skipti
Þorvaldur Heiðar Guðmundsson
Eydís Hulda Jóhannesdóttir