Plútó

Hljómsveitin Plútó var stofnuð fyrir rúmum 30 árum og hefur starfað nánast óslitið síðan. 

Hægt er að sækja um að gerast söngvari í hljómsveitinni eða hljóðfæraleikari, s.s. slagverksleikari, gítar – eða bassaleikari.

Hljómsveitin kemur fram á vor- og jólatónleikum Fjölmenntar en einnig spilar hljómsveitin við ýmis önnur tækifæri.

Áhersla er lögð á hljóðfæra-samspil og söng.

Kennt er einu sinni í viku, 2 kennslu-stundir í senn.

Vakin er athygli á að hægt er að sækja um fræðslu um aðstoð við hljóðfæraleik og umhirðu hljóðfæra fyrir starfsfólk og aðstandendur þátttakenda á þessu námskeiði.

Tölvupóstur sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 11.300 - 22.600
Tími: 7 - 14 vikur
Rósa Jóhannesdóttir
Theodór Karlsson