Saumaklúbburinn

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja sameina handverk og góðan mat ásamt því að vera í góðum félagsskap, spjalla og upplifa notalegt andrúmsloft.

Þátttakendur vinna bæði í myndlistarstofunni og í kennslueldhúsinu.

Viðfangsefnin eru sniðin eftir námsþörf og áhuga hvers og eins. Þátttakendur koma saman, föndra og vinna að einföldu handverki. Útbúnar eru léttar veitingar í tímanum, þær síðan borðaðar og sameiginlegur frágangur.

Dæmi um handverk

  • Öskjur, ílát og bakkar máluð og skreytt og notuð undir t.d. bakstur.
  • Kerti, skreytt með fallegum myndum.
  • Aðstoð með handavinnu sem hentar þessu námskeiði.

Dæmi um rétti:

  • Heitir og kaldir réttir
  • Brauðbakstur
  • Salatgerð með hollu ívafi
  • Hollari kökur.

Námskeiðið er einu sinni í viku, 3 kennslustundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 22.100
Tími: 7 vikur