Sendiherrar Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Ert þú á aldrinum 18 - 25 ára? Veist þú hvaða réttindi fatlað fólk hefur samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna? Langar þig að starfa með hópi fólks við að kynna þessi réttindi? Sendiherrarnir eru öflugur hópur fólks með þroskahömlun sem hefur það hlutverk að kynna samninginn fyrir öðrum. Þeir fara á fundi, ráðstefnur og vinnustaði til að kynna samninginn. Líka á heimili fatlaðs fólks þar sem þeir eru með kynningu fyrir heimilisfólk og starfsfólk. Þeir vinna líka ýmis verkefni til að vekja athygli á réttindum fatlaðs fólks.

Nú leitum við að ungu fólki til að koma í sendiherrahópinn. Ef þú ert á aldrinum 18 - 25 ára og hefur mikinn áhuga á réttindum fatlaðs fólks getur þú sótt um að verða sendiherra.  

Í janúar verður haldið námskeið til að undirbúa nýja sendiherra.

Staður: Fjölmennt
Verð:
Tími: