Slökun og náttúruupplifun

Náttúran og skynjun hennar í slakandi umhverfi er meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Við vinnum með náttúruna út frá þeirri árstíð ​sem við erum stödd í með fræðslu, upplifun, uppgötvun og rannsókn. Tímarnir einkennast af fegurð, flæði og nálgun við hvern og einn. 

Hljóð, snerting og lykt, sem tengjast náttúrunni eftir árstíðum, eru færð inn í kennslustofuna. Við hlustum og horfum á náttúrumyndbönd og vinnum með skynjun og snertingu við plöntur, ilm, vatn, regn, fuglahljóð, öldunið og vind. ​Birta, hljóð, litir, litbrigði, ​lykt, áferð, andstæður s.s. ljós og skuggar ​leika þar lykilhlutverk.​ 

Lögð er áhersla á að nemendur finni fyrir öryggi í aðstæðum, nái slökun og ró, njóti hughrifa sem kvikna í augnablikinu.

Kennt er einu sinni í viku, 1-2 kennslustundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 8.700-11.700
Tími: 7 vikur