Snjall á netinu

Það er hægt að gera margt skemmtilegt á netinu, til dæmis hafa samskipti við aðra á Facebook, Instagram og öðrum samfélagsmiðlum.

Mörgum finnst gaman að versla á netinu og það er auðvelt að gleyma sér í innkaupum. 

Á þessu námskeiði verður farið yfir hvað hægt er að gera skemmtilegt á netinu t.d. að versla föt, tölvuleiki, öpp eða annað, að eiga samskipti á netinu, að setja myndir á netið o.m.fl.

Einnig verður farið yfir hvað það er sem við þurfum að varast á netinu t.d. að setja inn kortaupplýsingar, taka lán, hvernig myndum við deilum á netið, hverjum getum við treyst  og hverjum ekki o.m.fl.

Námskeiðið er kennt einu sinni í viku, 2 kennslustundir í senn í 3 vikur.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeiðið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 4.400
Tími: 3 skipti
Þorvaldur Heiðar Guðmundsson
Eydís Hulda Jóhannesdóttir