Spotify

Spotify er tónlistarveita sem býður upp á einfalda leið til að hlusta á tónlist í tölvu og snjalltækjum. Á námskeiðinu verða kynntir möguleikar forritsins, t.d. að leita að tónlist, vista einstök lög og búa til lagalista. Hægt er að leita að tónlist eftir flytjendum, plötum, tónlistarstefnum og stemningu.

Hægt er að kaupa áskrift að Spotify sem veitir betri og auglýsingafrían aðgang. Sem áskrifandi er hægt að hlaða niður tónlist og hlusta á hana án nettengingar.

Á námskeiðinu verður smáforritið sótt og möguleikar þess kynntir. Í lokin verður metið í samstarfi við tengla þátttakenda hvort áhugi er fyrir að nota forritið heima og kaupa áskrift.

Kennt er einu sinni í viku, 2 kennslustundir í senn.

Námskeiðið er í 3 skipti.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 4.400
Tími: 3 skipti
Þorvaldur Heiðar Guðmundsson
Eydís Hulda Jóhannesdóttir