Tölvur og snjalltæki - fyrir byrjendur

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja öðlast færni á tölvur eða snjalltæki sín og kynnast möguleikum við notkun þeirra. Tölvur eru á staðnum en þeir sem sem vilja læra á fartölvur eða snjalltæki hafa meðferðis eigin tæki.
Á námskeiðinu er unnið með Internetið og möguleika þess auk algengra forrita í tölvum eftir áhuga nemenda.
Einnig er farið yfir algeng spjaldtölvuforrit. Hvernig forrit (öpp ) eru sótt og hvernig nýta skal spjaldtölvur við upplýsingaleit. Kennt er bæði á Android stýrikerfið og iPad. Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með sín eigin tæki.
Að loknu námskeiði mun þátttakandi geta:
- Notað tölvur til leitar á Internetinu og unnið í algengustu forritum í tölvum
- Notað snjalltæki við upplýsingaleit
- Sótt forrit og nýtt sér þau við leik og störf
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja nýta sér tölvur, snjallsíma og spjaldtölvur.
Kennt verður á vorönn 2020
6 skipti - 1 sinni í viku - 1 klukkustund í senn
Tími: Auglýst síðar
Tímabil: Auglýst síðar