Tónlist frá framandi heimum

Námskeið fyrir alla sem hafa gaman að allskonar tónlist og vilja víkka út sjóndeildarhringinn. 

Markmið námskeiðsins snýst fyrst og fremst um upplifun og reynslu, virkni og tjáningu. Áhersla er lögð á að njóta tónlistarinnar, og hafa tækifæri til að velja og hafa áhrif á framvindu námskeiðsins. 

Dæmi um tónlist sem taka mætti fyrir: 

  • Afríkutónlist með trommum og framandi hljómum og norðurafrískur eyðimerkurblús.
  • Austurlensk tónlist og Mirazhi
  • Austurevrópsk tónlist, klezmer og gregorískir bassakórar
  • Suðuramerískur tangó og portúgalskir tregasöngvar.

Námskeiðið er einu sinni í viku, 1 - 1,5 kennslustundir í senn í 6 vikur.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 6.000 - 7.100
Tími: 6 vikur
Steinunn Guðný Ágústsdóttir