Tónlist í tölvum

Námskeið fyrir þá sem hafa gaman af að búa til tónlist eða vilja kynnast þeim möguleikum sem þeim standa til boða til þess að gera tölvutónlist. Farið verður yfir helstu forritin sem notuð eru í dag, þó með áherslu á Pro Tools. Einnig verður kynning á open source hugbúnaði sem er frír eða réttara sagt í almannaeign. Námskeiðið er algerlega óháð tónlistarsmekk eða stíl hvers og eins.

Engin heimavinna er í kring um námskeiðið og verkefni löguð að því sem hver og einn treystir sér til. Þeir sem það vilja eða hafa til þess tíma og aðstöðu geta þó tekið til hendinni heima fyrir.

Á námskeiðinu er rík áhersla lögð á að þáttakendum líði vel á staðnum og að vekja áhuga hvers og eins.

 

Kennt verður á vorönn 2018 
Einu sinni í viku í 6 vikur, 1 1/2 klst í senn 

Nánari tímasetning: Auglýst síðar

Tímabil: Auglýst síðar

 

 

Staður: Auglýst síðar
Verð: 7.200
Tími: 6 vikur