Tónlist og spjaldtölva

Námskeið þar sem unnið er með spjaldtölvu í tengslum við ýmist að skapa, hlusta á og eða fræðast um tónlist.

Viðfangsefni eru tekin fyrir allt eftir áhuga þátttakenda hverju sinni og geta meðal annars verið: 

  • Að vinna með söng og hljóðfæraleik, velja lög og búa til undirspil.
  • Að fræðast um hljóðfæri eða tónlistarmenn.
  • Að stofna aðgang á Youtube/Spotify, læra að bæta tónlist á lagalista og að spila tónlist af listanum í spjaldtölvunni.
  • Að kynnast ólíkum tónlistarforritum fyrir spjaldtölvu sem nota má til að búa til og taka upp eigin tónlist.

 Unnið verður með eftirfarandi smá-forrit eftir því hvað hentar viðfangsefni námskeiðsins:

  • Soundingboard
  • Youtube
  • Spotify: 
  • Garageband

Vakin er athygli á að boðið er upp á fræðslu um notkun spjaldtölvu fyrir starfsfólk og aðstandendur þátttakenda  á þessu námskeiði.

Hér getur þú nálgast fræðslu um iPad

Námskeiðið er einu sinni í viku 1-2 kennslustundir í senn í hálfa eða heila önn, allt eftir óskum og þörfum þátttakenda.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 7.000 - 18.800
Tími: 7 - 14 vikur
Anna Filippía Sigurðardóttir
Ásdís Guðmundsdóttir
Helle Kristensen
Þorvaldur Heiðar Guðmundsson
Steinunn Guðný Ágústsdóttir
Eydís Hulda Jóhannesdóttir