Tónlistar- og listasaga í tónum og myndum

Námskeiðið er fyrir þá sem njóta klassískrar tónlistar og hafa áhuga á að skoða myndlist.

Farið verður yfir fáeinar valdar stefnur í listasögu og tónlistarsögu í tónum og myndum.

Sýndar verða myndir á gagnvirka töflu (Smart-board) af listaverkum sem eru einkennandi fyrir þá stefnu sem unnið er út frá og viðeigandi tónlistarverk frá sama tímabili spiluð undir.

Markmiðið er að kynna og fræða þátttakendur um brot af sögu myndlistar og tónlistar.


Kennt er einu sinni í viku 2 kennslu-stundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 18.800
Tími: 14 vikur
Nanna Eggertsdóttir
Ásrún Inga Kondrup