Toppurinn - sjálfstyrking

Námsbrautin er haldin í samstarfi við Framvegis, miðstöð símenntunar.

Á námskeiðinu eru þátttakendur virkjaðir til þátttöku í samfélaginu, kennd er grunnfærni í því samhengi og þeim veittur stuðningur til virkni. Lögð er áhersla á að þátttakendur átti sig á styrkleikum sínum og hæfni. Líkamleg þjálfun, útivist, næring og heilsa er veigamikill þáttur á námskeiðinu en samhliða þessu er lögð áhersla á sjálfsuppbyggingu, félagslega færni, markmiðasetningu og fræðslu í tengslum við náms- og atvinnutækifæri. Lögð er áhersla á að hver og einn geti greint styrkleika sína og hæfni og þar með aukið starfshæfni sína.

Námskeiðið hentar einstaklingum sem eru einna minnst virkir og þurfa aðhald og þjálfun til að takast á við daglegt líf.

Efnistök á námskeiðinu:

  • Styrking sjálfsmyndar
    • Sjálfsumhyggja
    • Sjálfsþekking
  • Náms- og starfsráðgjöf
    • Markmiðasetning
    • Áhugasviðskönnun
    • Ferilskrárgerð og atvinnuviðtalsbúðir
  • Steitustjórnun (gjörhygli)
  • Félagsleg færni / hópavinna
  • Næring og heilsa
  • Markþjálfun
  • Hreyfing / útivist / jóga

Námskeiðið er tvisvar - þrisvar í viku, 2- 4 kennslustundir í senn allt eftir samsetningu hópsins. Námskeiðið stendur í 6 vikur. Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

 

 

Staður: Framvegis, miðstöð símenntunar
Verð: 20.000 - 30.000
Tími: 6 vikur