Umræðuhópur - Hvað er málið?

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með samfélagsumræðu og hvernig fjallað er um fatlað fólk á vefmiðlum. Auk þess fá þátttakendur tækifæri til að kynna sér önnur mál á Internetinu sem eru þeim hugleikin.

Áhugavert efni úr fjölmiðlum sem vekur áhuga verður tekið til umfjöllunar. Sérstaklega verður skoðað fréttaefni þar sem fjallað er um fatlað fólk og réttindi þess.

Markmiðið er að fylgjast með samfélagsumræðu í vefmiðlum með áherslu á mannréttindi og réttindi fatlaðs fólks. Æfa sig í að taka afstöðu með eða á móti og færa rök fyrir sinni afstöðu.

Kennt verður einu sinni í viku, 1 1/2 - 2 kennslustundir í senn. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 8.200 - 18.800
Tími: 7 - 14 vikur
Ásdís Guðmundsdóttir
Eydís Hulda Jóhannesdóttir