Vatnslitamálun - haustlitirnir

Á þessu námskeiði fylgjumst við með því hvernig litirnir breytast í náttúrunni og málum vatnslitamyndir í haustlitunum.

Við æfum okkur í litablöndun og skissum upp og málum laufblöð, plöntur og tré með vatnslitum á vatnslitapappír. Stefnt verður að því að fara eina vettvangsferð í Grasagarðinn til að skoða, mála og njóta haustlitanna.

Námskeiðið er einu sinni í viku, 2 kennslustundir í senn í 8 vikur.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 15.400
Tími: 7 vikur
Nanna Eggertsdóttir