Vellíðan í vatni - samflot

Kennt er að slaka á í sundlaug og láta sér líða vel. Námskeiðið hentar vel þeim sem njóta þess að vera í vatni og eiga erfitt með að hreyfa sig. Einnig hentar námskeiðið vel fyrir þá sem eru vatnshræddir eða eru óöruggir í vatni. 

Áhersla er lögð á að þátttakandi nýti sína hreyfifærni sem best í vatninu og að honum líði vel í vatni. Í sumum tilfellum er unnið með skynjun og upplifun, að upplifa eigin líkama, hreyfingu, ásamt samspili og boðskiptum.  Í lok tímans er boðið uppá djúpslökun þar sem notast er við flotbúnað, flothettur og kúta.

Kennt er einu sinni í viku, 1 kennslustund í senn.

Námskeiðið stendur yfir hálfa önn í senn, 7 skipti. Hægt er að velja á milli tveggja námskeiðstíma:   

Mánudagar: eftir hádegi

Miðvikudagar: fyrir hádegi

Athugið: þeir sem koma í vellíðan í vatni þurfa að hafa með sér aðstoðarmann sem aðstoðar við klæðnað og böðun fyrir og eftir sundtímann.

Takið fram í athugasemdadálki hvaða tíma sótt er um.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Sundlaug Endurhæfingar
Verð: 7.000
Tími: 7 vikur
Ásdís Guðmundsdóttir
Mona Guttormsen
Rúnar Arnarson