Vinsældalistinn

Námskeiðið er virkninámskeið, þar sem unnið er með taktskyn, hreyfingu og hlustun.

Unnið verður með vinsælustu lög ársins og fyrri áratuga úr heimi popplaga, djasslaga og söngleikja. Hver tími er dansleikur. Í tímanum greiða þátttakendur atkvæði um þau lög sem tekin eru fyrir í tímanum.

Í lok námskeiðsins höfum við valið vinsældalista námskeiðsins og þátttakendur fá lista með heim sem inniheldur upplýsingar um valin lög og vefslóðir til að hlusta á þau.

Dansaður verður stóladans, dýnudans eða hefðbundinn, allt eftir þörfum hvers og eins. 

Kennt er einu sinni í viku, 2 kennslustundir í senn.

Reynt verður að koma til móts við þátttakendur varðandi tímasetningar.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 18.800
Tími: 14 vikur
Nanna Eggertsdóttir
Ásrún Inga Kondrup