Tæknihönnun

Langar þig til að hanna og búa til hluti eftir eigin höfði? Á þessu námskeiði sem haldið er í samvinnu við Tækniskólann er hægt að prenta út í þrívídd, prenta á boli, skera út með laserskera og taka upp tónlist.

Þátttakendur geta til dæmis búið til hleðslustand fyrir farsíma, 3D- prentað út fígúrur, prentað á boli og á námskeiðinu er líka hægt að komast í hljóðstúdíó þar sem þú getur hljóðsett eða tekið upp tónlistina þína. 

 

Námskeiðið er einu sinni í viku, 1,5 kennslustund í senn. 

Kennt er á þriðjudögum klukkan 13:00-14:00.

Námskeiðið hefst 1. september og lýkur 3. nóvember, alls 10 vikur.

 

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Tækniskólinn
Verð: 25.000
Tími: 10 vikur