Tölvur og snjalltæki - fyrir lengra komna

Námskeiðið er ætlað þeim sem nota tölvur eða snjalltæki og vilja öðlast aukna færni og þekkingu. Tölvur eru á staðnum en þeir sem sem vilja læra á fartölvur eða snjalltæki hafa meðferðis eigin tæki. Kennt er bæði á Android stýrikerfið og iPad.

Á námskeiðinu er unnið nánar með þá þætti sem þátttakendur vilja efla s.s. algeng forrit og öpp, dýpka þekkingu á notkun Internetsins eða annað sem áhugi er fyrir.

Að loknu námskeiði mun þátttakandi hafa eflt færni sína og þekkingu við notkun tækja sem hann notar.

 

Kennt verður á vorönn 2020.

6 skipti - 1 sinni í viku - 1 klukkustund í senn 

Tími:  Auglýst síðar

Tímabil:  Auglýst síðar

 

Staður: Klúbburinn Geysir, Skipholti 29, Reykjavík
Verð: 8.000
Tími: 6 skipti