Diplómanám í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun í Myndlistaskólanum í Reykjavík

Haustið 2015 hófst diplómanám í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun við Myndlistaskólann í Reykjavík. Árið 2012 fékk skólinn styrk frá menntamálaráðuneytinu til að móta tveggja anna námsbraut og útbúa brautarlýsingu. Stjórn Fjölmenntar ákvað að styrkja námið í tvö ár. Myndlistaskólinn leggur til aðstöðu en Fjölmennt greiðir allan kostnað við námið.