Hljómsveitin FFF

Einar K. Jónsson
Einar K. Jónsson

Hljómsveitin FFF heldur áfram að æfa á þessari önn eftir að hafa sýnt glæsilega takta á jólatónleikum Fjölmenntar á síðustu önn. Hljómsveitinni skipar þau Einar K. Jónsson á bassa, Elvar Ingi Egilsson á gítar, Ragna Sif Sigurðardóttir á hljómborð og Sigurjón Marteinn Jónsson á trommur. Theodór og Helle, kennarar, æfa með hljómsveitinni á þessari önn. Það er ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur enda eru hljómsveitarmeðlimir þessa dagana að takast á við lög eins og „Wild thing“ með The Troggs/Jimi Hendrix og „Blindsker“ með Bubba Morthens.