Kórarnir byrjaðir að æfa aftur

Nú eru kóræfingar byrjaðar aftur í Fjölmennt. Á þessari önn eru tveir hópar í kór og kórmeðlimir mættu hressir til leiks eftir sumarfrí.

Við byrjum allar kóræfingar á upphitunaræfingum fyrir rödd og líkama. Síðan æfum við valin lög og texta.

Í lok tímans er kórmeðlimum gefinn kostur á að velja sér óskalag.