Laus pláss í Zumba

Langar þig að dansa zumba? Nú er tækifærið. Það eru laus pláss á zumbanámskeið sem hefst í dag og verður næstu þriðjudaga.

Námskeiðið er haldið í húsnæði Styrks sjúkraþjálfun Höfðabakka 9. 

Námskeiðið er á þriðjudögum klukkan 16:40-17:20 og lýkur 24. apríl.

Nánari upplýsingar gefur Anna Kristín hjá Mími í síma: 580-1800 og hjá Fjölmennt í síma 530-1300.