Ný hljómsveit í Fjölmennt

Í vikunni byrjaði ný hljómsveit að æfa í Fjölmennt. Hljómsveitarmeðlimir eru fjórir og tveir kennarar leiða æfingarnar. Á fyrstu æfingu var rætt um tónlistaráhuga þátttakenda og svo var tekið aðeins í hljóðfæri við lagið „Ríðum og ríðum og rekum yfir sandinn“. Þessi frumraun lofaði góðu og gaman verður að heyra meira af hljómsveitinni þegar líður á önninni.

Því miður var einn hljómsveitarmeðlimur veikur á fyrstu æfingu en á myndinni er Steinunn kennari með þeim Sigujóni Marteini, Elvari Inga og Einari.