Opið fyrir skráningu á námskeið vorannar 2018

Hafin er skráning á námskeið vorannar 2018. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember.  Einnig er hafin skráning á jólanámskeið sem haldin verða 8. -19. desember.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið vorannar munu berast eftir miðjan desember. 

Haft verður samband símleiðis varðandi inntöku á jólanámskeið og reynt verður að koma til móts við óskir þátttakenda um tímasetningu.