Saumaklúbburinn

Námskeiðið Saumaklúbburinn fer vel af stað þessa önnina.  Á námskeiðinu eru sex nemendur. Þeir skiptast í tvo hópa og  vinna til skiptis í matreiðslu og handverki.  Í þriðja hverjum tíma er svo haldinn saumaklúbbur og þá eiga allir góða stund saman yfir veitingum sem hópurinn í matreiðslu er búinn að undirbúa.  Fyrsti saumaklúbburinn var haldinn í vikunni.  Þorrinn setti svip sinn á saumaklúbbinn að þessu sinni.

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja sameina einhvers konar handverk og góðan mat ásamt því að vera í góðum félagsskap, spjall og upplifa notalegt andrúmsloft.