Skemmtun og tjáskipti með spjaldtölvu

Skemmtun og tjáskipti með spjaldtölvu er vinsælt námskeið í Fjölmennt. Mörg námskeið eru yfir vikuna á ólíkum tíma dagsins. Í boði er bæði einkakennsla sem og hópakennsla allt eftir þörfum hvers og eins.  

Á þriðjudögum koma Guðrún, Holberg, Kristján og Soffía og læra á spjaldtölvuna sína. Fyrstu vikurnar hafa farið í að læra á myndavél spjaldtölvunnar og í síðasta tíma var svo kominn tími til að sýna myndir og segja frá.