Söngur og spjall

Námskeiðið Söngur og spjall fer vel af stað. Á námskeiðinu eru þau Edda Margrét, Bjarni Reynir, Magnús Örn og Ólafur ásamt Helle kennara. Þátttakendur skiptast á að velja um hvaða tónlistarmann á að fjalla. Við byrjuðum önnina á KK og tókum svo Hauk Morthens í síðasta tíma. Það var tekið vel undir þegar við hlustuðum á lög eins og "Capri Katarína" og "Ó borg, mín borg".