Umræðufundur fyrir stjórnendur, starfsfólk heimila og aðstandendur

Umræðufundur fyrir stjórnendur, starfsfólk heimila og aðstandendur
Umræðufundur fyrir stjórnendur, starfsfólk heimila og aðstandendur

Umræðufundur í Fjölmennt: Að nota spjaldtölvuna í daglegu lífi - tilgangur, hlutverk og samstarf.


Mánudaginn 4. febrúar kl 10:00-11:00 verður boðið uppá umræðufund í húsnæði Fjölmenntar, Vínlandsleið 14, um notkun spjaldtölvunnar í daglegu lífi og um hlutverk og samstarf mismunandi aðila.

Fundurinn er ætlaður stjórnendum og starfsfólki á heimilum sem og aðstandendum þeirra sem skráðir eru á spjaldtölvunámskeið á þessari önn. Einnig eru tenglar þátttakenda sem hafa áður verið á spjaldtölvunámskeiði velkomnir enda getur fundurinn nýst þeim sem vilja vinna að frekari eftirfylgd heima.

Á fundinum verður rætt um tilgang þess að auka notkun spjaldtölvu í daglegu lífi, hlutverk mismunandi aðila og hugmyndir að leiðum. Lögð verður áhersla á að fundargestir fái tækifæri til að miðla reynslu og heyra hvernig aðrir vinna með spjaldtölvuna við mismunandi aðstæður. Einnig verður kynnt fyrirkomulag ráðgjafar og fræðslu frá verkefnastjóra í Fjölmennt.

Aht: ef óskað er eftir því og næg þátttaka næst þá verður einnig hægt að bjóða uppá fund eftir hádegi sama dag.

Áhugasamir eru beðnir að skrá sig með því að senda tölvupóst á helle@fjolmennt.is Vinsamlegast tilgreinið hvaða þátttakanda (þátttakendum) þið tengist við skráningu.