Rofar og tækni

Á þessari síðu finnur þú fræðsluefni og námsgögn sem varða notkun rofa til að stýra tölvum og ýmsum tækjum s.s. heimilistækjum.

Tilgangur þess að nota rofa og tæknibúnað er yfirleitt að auka sjálfstæði fólks.
Sjálfstæði er þó oft ekki fólgið í því að geta gert hlutina einn, eða án aðstoðar.

Aðstæðubundið sjálfstæði / tengslabundið sjálstæði

Snýst um að fá þann stuðning sem nauðsynlegur er  til að vera virkur þátttakandi sem tekur eigin ákvarðanir og framkvæmir þær með þeirri aðstoð sem hann þarf til

Rofar geta aukið á sjálfstæði einstaklingsins vegna samstarfs og tengsla við félagann eða starfsmanninn

Notkun rofa getur aukið virkni einstaklingsins og gefið honum færi á að velja hvort hann vill vera virkur eða hafna viðfangsefninu

Notkun rofa getur gefið ný og öðruvísi færi á að vinna saman, gera til skiptis, taka þátt í verki með öðrum, eiga sinn þátt í viðfangsefnum hópsins

Fyrir einstakling sem tjáir sig eftir óhefðbundnum leiðum getur samvinna við rofa gefið tækifæri til að skapa þéttar aðstæður með skýrum skilaboðum um vilja, tilfinningar eða skoðanir.


 

  rofar og taekniAnna Soffia

 

 

 

Til baka