Fjarnámskeið
Danska í fjarkennslu - NÝTT
Þetta er námskeið fyrir byrjendur sem hafa áhuga á að kynnast nýju tungumáli. Farið verður í grunnatriði í tungumálinu, talmál, framburð og orðaforða.
Enska í fjarkennslu - NÝTT
Þetta er námskeið fyrir byrjendur sem hafa áhuga á að kynnast nýju tungumáli. Farið verður í grunnatriði í tungumálinu, talmál, framburð og orðaforða.
Heilsa og matreiðsla - NÝTT
Þetta námskeið er kennt í fjarkennslu. Í upphafi hvers tíma er fyrirlestur sem tengist heilsu, til að mynda verður fjallað um næringu, svefn, mikilvægi hreyfingar og margt fleira. Í seinni hluta tímans verða eldaðir hollir réttir og þátttakendur taka þátt þannig að þeir elda heima hjá sér.
Hringvegurinn - List, náttúra og menning - NÝTT
Á þessu námskeiði förum við hringinn í kringum landið með hjálp tölvu og tækni.
Matreiðsla í fjarkennslu - NÝTT
Á þessu námskeiði eldar þú heima hjá þér með aðstoð kennara í gegnum netið. Þú færð senda uppskrift fyrir hvern tíma til að geta verslað inn það hráefni sem til þarf. Kennslustundin fer fram með sýnikennslu kennara og þú fylgir eftir.
Tónlist í fjarkennslu - NÝTT
Á námskeiðinu er unnið ýmist með tónlist til að skapa, hlusta á og eða fræðast um tónlist. Námskeiðið er kennt í gegnum tölvu eða snjalltæki þar sem kennari og þátttakandi "hittast" í rafrænni kennslustund.