Íþróttir, sund og dans

Badminton - NÝTT

Badminton er skemmtileg spaðaíþrótt. Á þessu námskeiði verður farið yfir grunntækni og kennt að spila badminton.

Lesa meira
Staður: Íþróttahús fatlaðra
Tími: 8 vikur

Dans dans dans

Námskeiðið er blanda af samkvæmisdönsum, línudansi og freestyle.

Lesa meira
Staður: Dansfélagið Hvönn, Ögurhvarf 4a
Tími: 10 vikur

Einkaþjálfun - NÝTT

Markmið námskeiðsins er undirbúningur fyrir líkamsrækt á eigin vegum.

Kennt verður að æfa sjálfstætt á líkamsræktarstöð. Þátttakendur læra að bera ábyrgð á sinni líkamsþjálfun og er markmiðið að þeir geti æft án leiðsagnar kennara. 

Mælum með að þeir sem sækja um þetta námskeið sæki einnig um fjarnámskeiðið Heilsa og matreiðsla.  

Lesa meira
Staður: World Class, Egilshöll
Tími: 8 -16 vikur

H.A.F. YOGA - slökun í vatni - NÝTT

Á námskeiðinu er unnið með jógaæfingar í vatni og lögð áhersla á flæðisæfingar, stöður, öndun, hugleiðslu og tónheilun. Hreyfing í vatni slakar náttúrulega á vöðvum, viðheldur hreyfigetu liða, þjálfar djúpvöðvavirkni og losar streitu. Einnig verður boðið upp á hugleiðslu og flot. Þessir tímar endurnæra sál og líkama.

Lesa meira
Staður: Fjölbrautaskólinn við Ármúla
Tími: 6 vikur

Íþróttir fyrir alla

Á námskeiðinu er unnið með fjölbreytta hreyfingu við hæfi og áhuga hvers og eins.

Þátttakendur prófa helstu íþróttagreinar undir leiðsögn kennara og jafnframt er gert ráð fyrir að aðstoðarfólk þátttakenda taki virkan þátt í kennslustundum.

Lesa meira
Staður: Íþróttahús fatlaðra
Tími: 8 - 16 vikur

Jóga

Langar þig til að læra jóga? Á þessu námskeiði verða kennd grunnatriði í jóga ásamt hugleiðslu og slökun.

Lesa meira
Staður: Yogasmiðjan
Tími: 8 - 16 vikur

Keila

Kennt er að spila keilu. Kenndar eru þær reglur sem gilda í keilusal. Þátttakendur læra að borga fyrir keiluna og bera ábyrgð á eigum sínum.

Lesa meira
Staður: Keiluhöllin, Egilshöll
Tími: 8 vikur

Leikfimi

Á þessu alhliða íþróttanámskeiði verður unnið að því að bæta þol og styrkja líkamann ásamt því að gera liðkandi æfingar. Tímarnir verða fjölbreyttir, bæði verður unnið á þrekhjólum og æfingatæki notuð við upphitun. 

Lesa meira
Staður: Íþróttahús fatlaðra
Tími: 14 vikur

Myndlist og jóga - NÝTT

Myndlist og jóga er gott par og á þessu námskeiði nálgumst við jóga og myndlist á skapandi og einstaklingsmiðaðan hátt.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 -16 vikur

Spinning - NÝTT

Spinning er mjög hentug leið til að stunda hreyfingu.

Á þessu námskeiði verður hægt að hjóla á sínum hraða við skemmtilega tónlist.

Lesa meira
Staður: Íþróttahús fatlaðra
Tími: 8 vikur

Styrktarþjálfun Hátúni - NÝTT

Á námskeiðinu verður þátttakendum kennt að æfa í líkamsræktarsal, þar sem kennd verðar undirstöðuatriði í líkamsþjálfun í tækjum undir handleiðslu þjálfara einu sinni í viku.

Lesa meira
Staður: Íþróttahús fatlaðra
Tími: 16 vikur

Sundkennsla

Lögð er áhersla á að þátttakendur syndi ákveðnar vegalengdir með sinni aðferð. Markmiðið er að þátttakendur geti nýtt sér almenningssundlaugar. Hægt er að fara í heitu pottana í lok kennslustundar.

Lesa meira
Staður: Sundhöll Reykjavíkur
Tími: 8 - 16 vikur

Tónlist og dans

Námskeiðið er ætlað þátttakendum sem hafa áhuga á tónlist og dansi og unnið með tónlist, hlustun og hreyfingu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 vikur

Vatnsleikfimi - NÝTT

Kenndar verða æfingar í vatni sem auka úthald, liðleika og styrk.

Lesa meira
Staður: Sundlaug Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Tími: 8 vikur

Zumba

Allir dansa zumba þessa dagana og hentar dansinn öllum aldurshópum. Vertu með á fjörugu námskeiði.

Lesa meira
Staður: Styrkur, sjúkraþjálfun
Tími: 10 vikur

Zumba í vatni

Í vatns zumba eru gerðar ýmsar vatnsleikfimi æfingar til að styrkja líkamann og auka úthald.

Lesa meira
Staður: Sundlaug Sjálandsskóla
Tími: 10 vikur