Sumarnámskeið Geðrækt
Frisbígolf
Hefur þú prófað frísbígolf? Langar þig að prófa?
Frisbígolf er spilað svipað og hefðbundið golf nema með frisbídiskum. Takmarkið er að kasta frisbídiskum í holur í eins fáum köstum og hægt er.
Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig best er að spila leikinn, farið yfir leikreglur og svo auðvitað spilað Frisbí-golf.
Ekki er nauðsynlegt að eiga frisbídiska, hægt að fá þa að láni, en þeir sem eiga diska eru hvattir til að koma með þá.
Ganga og jóga í náttúrunni
Grasagarðurinn í Laugardal er gott dæmi um fallega náttúru í höfuðborginni. Við þurfum nefnilega ekki að fara svo langt til að finna hreina náttúru.
Nestisbiti í lautarferðina
Námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að útbúa hollan, góðan og einfaldan nestisbita sem gott er að taka með í lautarferðina.
Boðið er upp á stutta gönguferð í fallegu umhverfi og njóta nestisbitans í góðri samveru.
Rafíþróttir - Tölvuleikir
Örnámskeið í tölvuleikjum.
Vinsælustu lanleikirnir verða kynntir og spilaðir.
Dæmi um leiki: CS:GO, Valorant, Dota 2, CSGO League of Legends og Fortnite
en þátttakendur á námskeiðinu velja leiki í samráði við kennara.
Námskeiðið er 2 skipti - 2 klst í senn.
Það verður haldið föstudagana 20. maí og 27 maí kl. 14:00 til 16:00.
Umsóknarfrestur er til 6. maí.
Stafganga - Göngum inn í sumarið
Námskeiðið er haldið á útivistarsvæðinu í Laugardal; gönguleiðum þar sem hver og einn gengur á sínum forsendum og á eigin hraða.
Njótum útivistar og samveru í góðum gönguhópi.
Nemendur þurfa ekki að eiga göngustafi, hægt er að fá þá að láni, en þeir sem eiga þá eru hvattir til að koma með þá.
Hópurinn hittist við innganginn að Grasagarðinum.
Túristi í Hafnarfirði
Að upplifa hjarta Hafnarfjarðar með augum ferðamannsins.
Létt ganga verður um gamla miðbæinn þar sem margt er að sjá og skoða. Í lokin verður farið á kaffihús.