Sumarnámskeið Geðrækt

Frisbígolf

Hefur þú prófað frísbígolf? Langar þig að prófa?

Frisbígolf er spilað svipað og hefðbundið golf nema með frisbídiskum. Takmarkið er að kasta frisbídiskum í holur í eins fáum köstum og hægt er.
Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig best er að spila leikinn, farið yfir leikreglur og svo auðvitað spilað Frisbí-golf.

Ekki er nauðsynlegt að eiga frisbídiska en þeir sem eiga diska eru hvattir til að koma með þá.

Lesa meira
Staður: Frisbígolfvöllur
Tími: 1 skipti

Gönguferð og Jóga

Námskeiðið er haldið á útivistarsvæðinu í Laugardal. Hópurinn gengur saman með gönguhugleiðslu og gerir jógaæfingar. Við gerum léttar jógaæfingar, hugleiðum, öndum og slökum á í faðmi náttúrunnar.
Hópurinn hittist við innganginn að Grasagarðinum.

Ef rignir eða ef veður er leiðinlegt verður námskeiðið fært inn
í Ljósheima í Borgartúni 3.  

 

 

 

 

 

 

Lesa meira
Staður: Útivistarsvæði í Laugardal
Tími: 1 skipti

Nestisbiti í lautarferðina

Námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að útbúa hollan, góðan og einfaldan nestisbita sem gott er að taka með í lautarferðina.

Boðið er upp á stutta gönguferð í fallegu umhverfi og njóta nestisbitans í góðri samveru.

 

Lesa meira
Staður: Dvöl, Reynihvammi 43, Kópavogi
Tími: 1 skipti

Stafganga - Göngum inn í sumarið

Námskeiðið er haldið á útivistarsvæðinu í Laugardal; gönguleiðum þar sem hver og einn gengur á sínum forsendum og á eigin hraða.
Njótum útivistar og samveru í góðum gönguhópi.

Nemendur þurfa ekki að eiga göngustafi en þeir sem eiga þá eru hvattir til að koma með þá.

Hópurinn hittist við innganginn að Grasagarðinum.

 

Lesa meira
Staður: Útivistarsvæði í Laugardal
Tími: 1 skipti