Að hanna eigið tákn (logo)

Á þessu námskeiði læra þátttakendur að búa til sitt eigið tákn eða logó. Það er svo hægt að nýta á ýmsan hátt, til dæmis til útprentunar fyrir tækifæriskort, í netsamskiptum eða til að fá prentað á bol.

Kynnt verða forrit sem nýtast við gerð tákna og ennfremur verða skoðuð þau undirstöðuatriði sem hönnun byggir á, það er lína, áferð, tví- og þrívídd, leturgerðir og samspil og notkun lita.

Námskeiðið hentar þeim sem hafa nokkra færni í að nota algengustu forrit í tölvu eins og Word.

Kennt er einu sinni í viku, klukkustund í senn. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 10.400
Tími: 8 vikur
Nanna Eggertsdóttir
Ásrún Inga Kondrup