Framtíðin - NÝTT

Á þessu námskeiði verður fjallað um ýmis málefni sem gott er að kunna skil á í daglegu lífi. 

Tekin verða fyrir málefni eins og: Húsnæðismál, sjálfstyrking og valdefling og samfélagsmál með það að markmiði að valdefla ungt fólk til sjálfstæðis og auka vitund um réttindi og skyldur.

Meðal þess sem tekið verður fyrir:

Húsnæðismál:

  • Að flytja að heiman
  • Munur á búsetuúrræðum
  • NPA - notendastýrð persónuleg aðstoð

Sjálfstyrking og valdefling:

  • Stuðningur við sjálfstætt líf
  • Fjármálafræðsla

Samfélagsmál:

  • Kosningar
  • Réttindi fatlaðs fólks
  • Fréttir og samfélagsmiðlar, það sem er efst á baugi hverju sinni.

Markmið námskeiðsins er meðal annars:

  • Að valdefla ungt fólk til sjálfstæðis
  • Að auka vitund ungs fólks um réttindi þeirra og skyldur
  • Að hvetja ungt fólk að hlusta með gagnrýnni hugsun á samfélagsumræðu sem er í gangi hverju sinni og móta sér skoðun.

Kennt er einu sinni í viku, 2 kennslustundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Tölvupóstur sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 20.700
Tími: 14 vikur
Ásdís Guðmundsdóttir